Strákar lenda líka í ofbeldi

Gisli Gudmundsson
11 min readMay 7, 2021

Þetta er búið að vera í maganum á mér lengi hvort ég eigi að segja frá þessu eða ekki enn einhverra hluta vegna verð ég að segja frá enn ekki til þess að fá vorkunn, heldur er ég að vekja athygli á því að strákar geta lent í ofbeldi alveg eins og stelpur. Það er búið að taka mikið um #metoo og að stelpur lendi í ofbeldi og þegar umræðan fer í gang þá fæ ég alltaf í magann, enn þó aðalega því fer að hugsa um fortíðina og hvernig ofbeldi ég hef lent í. Enn hér er mín saga.

Kynferðisofbeldi af hendi þriggja manna

Þetta byrjaði fyrst þegar ég var mjög ungur, sennilega einhverstaðar í kring um 7– 10 ára aldurinn þegar ég kynntist því að vera misnotaður af þroskaheftum manni. Ég var í sundi að leika mér þegar þroskaheftur eldri einstaklingur vill leika með mér, ég fer að leika með honum enda gerði ég mér enga grein fyrir því að þessi maður hafði eitthvað annað í huga enda, vissi ég ekki einusinni hvað kynlíf var. Eftir klukkutíma leik þá sátum við hjá tröppunum sem kemur niður sundlaugina og hann byrjar að káfa á mér. Ég varð mjög hræddur þar sem ég vissi ekki hvað var að gerast ásamt því að ég þorði ekki að gráta, sundlaugagestir horfðu á og gerðu ekki neitt. Þetta var mjög óþæginlegt, þannig að ég ákvað að hlaupa inn í sturtu enn ég vissi að hann myndi koma á eftir mér. Ég náði að fela mig bakvið grind og beið þar, eftir stutta stund heyrði ég í honum hlæjandi að leita af mér og að endanum sá hann. Ég fraus og beið eftir því að hann myndi fara. Loksins fór hann, enn eftir ca 30 mín þá ákvað ég að drífa mig heim, enda klukkann orðinn margt og ég yrði skammaður fyrir að koma of seint heim. Þegar ég kem inn í sturtunna til að þurrka mér þá er hann þarna og beið eftir mér. Ég hljóp að skápnum mínum og hann elti mig, þar hélt hann áfram að káfa á mér ásamt því tók hann hendina mína og byrjaði að láta mig þukkla á kynfærunum sínum og í framhaldi braut hann á mér.

Ég hafði mikinn áhuga á gröfum og vélum, alltaf á leiðinni úr skólanum þá stoppaði ég við framkvæmdir sem var á leiðinni milli skólanns og heimilisins. Þar horfði ég á gröfu, þetta mikla öfluga tæki að vera grafa holu. Eftir svona hálftíma, þá opnar maður hurðina og spyr mig hvort að ég hefði gamann af gröfum og ég játaði því og í framhaldi spurði hann mig hvort ég vildi koma og prófa gröfuna. Ég var mjög spenntur, ég fór upp í gröfuna og fékk að prófa takkana og prófa að moka. Eftir þetta fór ég heim. Næstu daga stoppaði ég alltaf hjá gröfunni og karlinn í gröfunni leyfði mér að prófa. Enn síðasta skipti sem ég var í gröfunni byrjaði hann að þukkla á kynfærinu mínu og spurði mig hvort að ég vildi koma með honum heim. Ég giska að ég hafi verið einhverstaðar á milli 7–10 ára. Enn ég varð mjög hræddur og fór að gráta, hann varð reiður og sagði mér að fara. Eftir þetta vildi ég ekki verða gröfumaður eða koma nálægt gröfum.

Þriðji ofbeldismaðurinn var bróðir vinar míns, ég og vinur minn vorum inn í herbergi að velta fyrir okkur þessu kynlífs pælingum þar sem við vorum forvitnir enn vissum ekkert hvað þetta var, ég var sjálfur búinn að upplifa að vera brotið á þannig að ég svosem vissi að þetta væri til, enn hins vegar vissi ekki hvað fullnæging var og hafði aldrei fengið svoleiðis áður. Bróðir vinar mins kom og opnaði hurðina inn í herbergi og bað okkur um að koma með honum inn á klósett, hann byrjaði á því að fá bróðir sinn fyrst og svo mig. Þegar ég var inn á klósetti þá nauðgaði hann mér, mér fannst eins og ég ætti þetta skilið þar sem mér fannst eins og ég hafi boðið upp á þetta. Enn ég vissi svosem ekkert hvað þetta var enn hafði samt reynslu af því að vera brotið á. Þetta var mjög sárt, enn síðar mjög sárt andlega. Mér fannst eins og ég vera ógeðslegur og skammaðist mín mikið, enda vildi ég ekki segja neinum frá. Ég gerði ráð fyrir að hann hafði reynt eða verið búinn að brjóta á bróðir sínum. Þessi obeldismaður var alltaf vondur við mig, kallaði mig illum nöfnum, hrækti á mig, sparkaði í mig og hótaði mér. Fljótlega eftir þetta þá slitnaði upp sambandið milli mín og vinar míns og ég hef ekki heyrt í honum í mörg ár eftir þetta, fyrr en fyrir ekki löngu síðan þegar ég sá ofbeldismanninn starfa í stórri búð í Reykjavík. Ég varð mjög reiður þegar ég sá hann og var viss um það að ef ég myndi tala við hann að ég myndi byrja á því að kalla hann illum nöfnum eins og nauðgara fyrir framann alla.

Einelti í grunnskóla

Eftir að það hafi verið brotið á mér þá hef ég alltaf verið frekar smeykur við annað fólk. Ég hef upplifað einelti frá mörgum einstaklingum.

Þegar ég var í barna- og grunnskóla þá upplifði ég mikið einelti, það var tildæmis oft tekið dót úr skólatöskunni og hent eitthvert, farið með skónna mína og jakkann eitthvert og falið þannig að ég myndi ekki finna það. Buxurnar mínar voru rifnar af mér, þar sem ég stóð á nærbuxunum eða sprellanum einhverstaðar út á götu. Ef var búið að ákveða að lemja mig þá var beðið eftir mér fyrir utan skóla og fylgst með eftir því að ég kæmi út. Einhvernveginn náði ég alltaf að koma mér undan með því að vinna á þolinmæði, enn þetta var mjög ljótt og leiðinlegt. Í frímínútum vildi ég ekki fara út þar sem ég tjáði fullorðnum að ef ég myndi fara út að ég yrði strítt eða einhver myndi meiða mig. Það var alltaf sagt við mig “Nei, nei hvaða vitleysa, þú átt að fara út”.

Það sem var eiginlega erfiðast var að þegar ég var heima hjá einum vini mínum með nokkrum öðrum vinum, þar var nýr strákur sem var með okkur sem var búinn að kvísla einum öðrum vini mínum að byrja að slá mig með belti. Ég skildi ekki afhverju hann var að gera þetta eða tilhvers þessi strákur var að biðja hann um að gera þetta. Enn þetta byrjaði að þagnaði allt og vinur minn byrjaði að slá mig með belti, ég sagði honum að hætta enn hann hætti ekki. Hann snéri beltinu þannig að járnið snéri í þá átt að það myndi meiða sem mest. Hann var búinn að slá mig nokkrum sinnum, og ég var orðinn frekar aumur, ég vissi ekki hvernig átti að bregðast við. Ég vildi ekki slást við hann, þannig að ég lét bara eins og þetta væri grín. Við enduðum að fara út og komst svo að því að þessi strákur hefði beðið vin minn um að lemja mig. Við enduðum í slag enn þegar ég var að ná yfir þá kom hinn strákurinn og byrjaði að sparka í mig lyggjandi. Á meðan öllu þessu stóð voru hinir vinir mínir að horfa og hlógu. Ég endaði með að fara heim og lærið á mér var blóðugt eftir svipuhöggin frá beltinu. Þetta hafði mikil áhrif á mig þar sem ég sá þá að þessir vinir mínir voru ekki vinir mínir. Þeir komu svo allir seinna og sögðust ætla að biðjast afsökunar á framferði þeirra og vildi að ég myndi vera með þeim. Ég var hikandi enn ákvað svo að fara með þeim. Þetta gekk allt vel fyrst, enn þangað til að aðal strákurinn byrjaði að tala niður til mín. Þetta endaði allt með því að þessi drengur lagði mig í mjög slæmt einelti. Ég endaði með því að fara í annan skóla enn allir aðrir, enn komst svo að því að þessi drengur hafði farið líka í sama skóla og ég. Ég vonaðist að þetta yrði búið enn svo var ekki, heldur dró hann aðra með sér í lið og hélt áfram einelti. Þá voru töskur, húfur, skór og fleira hent út um gluggan. Hann fékk annað fólk sem ég þekkti ekki neitt að lemja mig. Mörgum árum seinna hitti ég hann og sagði hann að hann væri að byðjast fyrirgefningar fyrir því sem hann gerði, ég sagði bara allt í lagi. Enn það sem eiginlega gerði útslagðið við þessa afsökunarbeðni er að hann kenndi bróðir sínum um, að þetta væri alltsamann bróðir hans að kenna.

Ætlaði að fremja sjálfsvíg

Þessi aldur í kring um 14–16 ára var mjög erfiður þar sem ég átti enga vini, var búinn að vera misnotaður, beitt ofbeldi og gekk mjög illa í skóla þar sem ég hreinlega átti mjög erfitt með að læra. Mér fannst ég vera heimskur, vitlaus, ljótur þar sem það var mikið gert grín af útlitinu mínu, var kallaður svín, og uppnefndur “Grísli” megnið af minni skólagöngu.

Ég fékk einkunnir úr skólanum og sá að megnið af fögunum sem ég var í var ekkert annað en fall. Ég sá enga bjarta tíma framundan þar sem ég taldi að þetta yrði alltaf svona. Ég stóð á bryggjubrúninni og ætlaði að hoppa út í sjóinn. Ég stóð þarna við endann í marga klukkutíma að ákveða hvort ég ætti að stökkva eða ekki. Ég var alltaf að hugsa enn hvað myndu mamma og pabbi segja, þetta yrði erfitt fyrir þau. Þannig að á þessari stundu ákvað ég að stökkva ekki á þessari stundu, enn hins vegar myndi hugsa málið og væri mögulega betri leið til að fremja sjálfvíg.

Herra Á, var sá sem bjargaði mér frá því að fremja sjálfsvíg. Hann svosem vissi ekkert af því að ég hafði verið að hugsa þetta enn, loksins hafði ég eignast góðan vin sem ég gat talað við. Enn oft fannst ég vera vondur við hann, enn hann virtist líta framhjá því og ég er enn með samviskubit yfir mörgu sem ég sagði við hann á þessum tíma, og hugsaði með mér að ég ætti ekki skilið að hafa hann sem vin. Hann var sjálfur í þeirri stöðu að hafa verið lagður í einelti og átt erfitt. Enn í dag erum við vinir og það er ekki hægt að hugsa sér betri vin. Ef ég hefði ekki kynnst honum þá væri ég sennilega kominn í sumarlandið.

Áframhaldandi einelti

Ég hætti í skóla þar sem ég sá ekki fram á að ég myndi læra neitt með því að glápa upp í loftið. Það kom tímabil þar sem ekkert gerðist í mínu lífi annað enn að hanga og hafa gamann með vini mínum. Þegar ég byrjaði að vinna aftur þá hef ég lent í einelti á öllum vinnustöðum sem ég hef unnið á.

Ég var að vinna í kolaportinu þar sem minni yfirmaður gerði ekkert annað en að setja út á mig og tala illa við mig, eins og sagði við mig að ég væri ógeðslegur ormur. Það var aldrei líkamlegt ofbeldi enn alltaf andlegt ofbeldi. Hann var yfirmaður minn og ég gat lítið sagt, ég gerði allt sem hann sagði og sama hvað þá setti hann alltaf út á mig, hversu ömurlegur ég væri. Það sem var mjög slæmt í þessu er að ég gat ekki svarað fyrir mig enn það var annar þarna sem hefði getað svarað fyrir mig, eina sem viðkomandi gerði var að hann horfði á mig og brosti. Annaðhvort hefur viðkomandi ekki heyrt þegar yfirmaðurinn minn talaði illa við mig eða ekki viljað skipta sér að. Ég var mjög feginn að hætta á þessum stað.

Ég byrjaði að vinna hjá tölvufyrirtæki þar sem minn áhugi var að vinna við tölvur, enda eitt miklum tíma í að dunda mér að læra sjálfur á tölvur heima. Þetta byrjaði allt mjög vel þangað til að það fjölgaði í hópnum. Einn einstaklingur þar tók mig fyrir og uppnefndi mig, sagði við mig ljóta hluti ásamt því að grípa í hendina á mér og snúa upp á hana, og það var víst bara afþví bara því ég átti það skilið. Eitt skipti við hádegismat þá byrjaði hann að uppnefna mig og segja ljóta hluti við mig, enn á meðan voru allir í kring sem horfðu á mig og hann hlæjandi afþví að öllum fannst þetta svo sniðugt að láta mér líða illa. Þessi maður var fullorðinn og ég skildi ekki hvernig fullorðinn maður gæti talað svona við aðra, ég var ekki nema um 17–19 ára. Mér var sagt upp í þessu fyrirtæki, sem betur fer.

Einhverra hluta vegna virðist ég vera þannig gerður að ég geti ekki svarað fyrir mig, enn ég líka hugsa þannig að hversu mikið virði er að svara fyrir sig. Ég vill síður láta aðra líða illa og því hef ég bara ekki samvisku í að tala illa við aðra. Mér fannst nóg að hafa talað illa við besta vin minn og það er eitthvað sem ég geri aldrei aftur. Þegar ég var 16 ára var ég og pabbi að keyra háaleitisbrautina og þar benti hann á eitt fyrirtæki sem hann sagði að væri eitt flottasta tölvufyrirtæki á Íslandi. Ég horfði á það og hugsaði með mér og sagði pabba að einhvern daginn myndi ég vinna hjá þessu fyrirtæki. Eftir að hafa unnið hjá öðrum tölvufyrirtækjum og búinn að ná mér í reynslu, þá náði ég að starfa hjá þessu fyrirtæki. Það var mitt markmið að starfa hjá þessu fyrirtæki, enda var ég hjá því í næstum 18 ár. Enn öll þessi 18 ár voru þannig að það komu alltaf upp vandmál, það virtist vera eins og ég hafi legið bara vel undir höggi þegar aðrir líða illa og nýta sér það að koma þessari vanlíðan yfir á mig. Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum, sagt við mig að ég væri ógeðslegur, ljótur og margt fleira frá ýmsum starfsmönnum sem voru þar. Sem betur fer er meirihlutinn skemmtilegur og góður hópur og átti ég líka mjög góða tíma þar og eignaðist fullt af góðum félögum. Þessir starfsmenn voru yfirleitt þeir sem enntust ekki lengi í starfi.

Hverjir eru gerendur

Það hefur verið mikið í umfjöllun undanfarið að karlmenn séu gerendur í ofbeldi og það er satt að vissu leiti, enn málið er að það eru ekki margir karlmenn sem stíga fram og tala um sín mál þar sem þetta virðist vera of mikill aumingjaskapur. Enn það sem mér finnst í þessari umræðu að í hvert skipti sem það er byrjað að tala um þetta að ég fari í kvíðakast og líði illa. Enn málið er að ég hef líka lent í einelti frá kvennmanni, enn það er bara brot af því hversu oft ég hef gengið í gegn um allskonar andlegum og líkamlegu ofbeldi frá karlmönnum.

Börnin mín eiga ekki að verða fyrir ofbeldi

Ég eignaðist konu og tvö börn þegar ég var kominn á fullorðins árin, enn það situr alltaf í mér hvernig ég gæti gætt barnanna minna. Einn einstaklingur tengdur okkur varð kærður fyrir kynferðisofbeldi, og það hræddi mig mjög mikið þar sem viðkomandi aðili var í nánd við börnin mín. Enn í dag hugsa ég hvort að hann hafi einhverntímann gert eitthvað, þetta situr fast í mér og ég vona að börnin mín þurfi aldrei að upplifa kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi eins og einelti. Spurningin er hvernig get ég hjálpað börnunum mínum að forðast svona rugludalla og eina leiðin sem ég sé er að tala um mína sögu þannig að það gæti styrkt þær, þær munu fá að lesa þetta og vonandi verður þetta þeim til hjálpar.

Staðan núna

Þetta bréf er búið að vera mjög erfitt að skrifa og með því að ég opni mig núna og skili þessu út að ég gæti losnað undan þessari vanlíðan og mögulega horft til framtíðar. Ég er í háskólanum að klára BSc gráður í tölvunarfræði og það er fyrst og fremst að sanna fyrir sjálfum mér að ég geti þetta. Ég á 2–3 annir eftir frá því að ég skrifa þetta. Að klára er ekki eitthvað sem ég í raun þarf heldur er þetta princip hjá mér að klára þetta. Ég er kominn með nýja vinnu, búinn að stofna nýtt fyrirtæki og búinn að kynnast nýju fólki. Það sem ég er þarf kannski að gera er að reyna að fá fólk nær mér, ég er mjög duglegur að ýta fólki frá mér, enn það er yfirleitt út af því að mér líður illa í kring um mikið af fólki enn það er kannski ekkert skrítið. Nú er komið að enduruppbyggingu hjá mér og reyna að finna leiðir til að forðast einelti.

Hvað ætla ég að gera? Varðandi þá einstaklinga sem höfðu beitt mér ofbeldi á einhvern eða annann hátt mun ég ekki gera neitt, afhverju? Afþví að það mun ekki hjálpa mér að rísa upp úr öskunni og ég hef beinlínis engann áhuga á því að þeim meira inn í líf mitt.

Ég vona líka að þetta bréf geti hjálpað öðrum og að aðrir gerendur sjái að sér og hugsi sig tvisvar um áður en þeir geri öðrum mein.

Ef ég hef gert eitthvað sem hefur látið aðra líða illa, þá ætti mér vænt um að fá að vita af því. Af því að ég vill biðjast fyrirgefningar og enginn á skilið að verða beittur ofbeldi.

--

--