Strákar lenda líka í ofbeldi

Kynferðisofbeldi af hendi þriggja manna

Þetta byrjaði fyrst þegar ég var mjög ungur, sennilega einhverstaðar í kring um 7– 10 ára aldurinn þegar ég kynntist því að vera misnotaður af þroskaheftum manni. Ég var í sundi að leika mér þegar þroskaheftur eldri einstaklingur vill leika með mér, ég fer að leika með honum enda gerði ég mér enga grein fyrir því að þessi maður hafði eitthvað annað í huga enda, vissi ég ekki einusinni hvað kynlíf var. Eftir klukkutíma leik þá sátum við hjá tröppunum sem kemur niður sundlaugina og hann byrjar að káfa á mér. Ég varð mjög hræddur þar sem ég vissi ekki hvað var að gerast ásamt því að ég þorði ekki að gráta, sundlaugagestir horfðu á og gerðu ekki neitt. Þetta var mjög óþæginlegt, þannig að ég ákvað að hlaupa inn í sturtu enn ég vissi að hann myndi koma á eftir mér. Ég náði að fela mig bakvið grind og beið þar, eftir stutta stund heyrði ég í honum hlæjandi að leita af mér og að endanum sá hann. Ég fraus og beið eftir því að hann myndi fara. Loksins fór hann, enn eftir ca 30 mín þá ákvað ég að drífa mig heim, enda klukkann orðinn margt og ég yrði skammaður fyrir að koma of seint heim. Þegar ég kem inn í sturtunna til að þurrka mér þá er hann þarna og beið eftir mér. Ég hljóp að skápnum mínum og hann elti mig, þar hélt hann áfram að káfa á mér ásamt því tók hann hendina mína og byrjaði að láta mig þukkla á kynfærunum sínum og í framhaldi braut hann á mér.

Einelti í grunnskóla

Eftir að það hafi verið brotið á mér þá hef ég alltaf verið frekar smeykur við annað fólk. Ég hef upplifað einelti frá mörgum einstaklingum.

Ætlaði að fremja sjálfsvíg

Þessi aldur í kring um 14–16 ára var mjög erfiður þar sem ég átti enga vini, var búinn að vera misnotaður, beitt ofbeldi og gekk mjög illa í skóla þar sem ég hreinlega átti mjög erfitt með að læra. Mér fannst ég vera heimskur, vitlaus, ljótur þar sem það var mikið gert grín af útlitinu mínu, var kallaður svín, og uppnefndur “Grísli” megnið af minni skólagöngu.

Áframhaldandi einelti

Ég hætti í skóla þar sem ég sá ekki fram á að ég myndi læra neitt með því að glápa upp í loftið. Það kom tímabil þar sem ekkert gerðist í mínu lífi annað enn að hanga og hafa gamann með vini mínum. Þegar ég byrjaði að vinna aftur þá hef ég lent í einelti á öllum vinnustöðum sem ég hef unnið á.

Hverjir eru gerendur

Það hefur verið mikið í umfjöllun undanfarið að karlmenn séu gerendur í ofbeldi og það er satt að vissu leiti, enn málið er að það eru ekki margir karlmenn sem stíga fram og tala um sín mál þar sem þetta virðist vera of mikill aumingjaskapur. Enn það sem mér finnst í þessari umræðu að í hvert skipti sem það er byrjað að tala um þetta að ég fari í kvíðakast og líði illa. Enn málið er að ég hef líka lent í einelti frá kvennmanni, enn það er bara brot af því hversu oft ég hef gengið í gegn um allskonar andlegum og líkamlegu ofbeldi frá karlmönnum.

Börnin mín eiga ekki að verða fyrir ofbeldi

Ég eignaðist konu og tvö börn þegar ég var kominn á fullorðins árin, enn það situr alltaf í mér hvernig ég gæti gætt barnanna minna. Einn einstaklingur tengdur okkur varð kærður fyrir kynferðisofbeldi, og það hræddi mig mjög mikið þar sem viðkomandi aðili var í nánd við börnin mín. Enn í dag hugsa ég hvort að hann hafi einhverntímann gert eitthvað, þetta situr fast í mér og ég vona að börnin mín þurfi aldrei að upplifa kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi eins og einelti. Spurningin er hvernig get ég hjálpað börnunum mínum að forðast svona rugludalla og eina leiðin sem ég sé er að tala um mína sögu þannig að það gæti styrkt þær, þær munu fá að lesa þetta og vonandi verður þetta þeim til hjálpar.

Staðan núna

Þetta bréf er búið að vera mjög erfitt að skrifa og með því að ég opni mig núna og skili þessu út að ég gæti losnað undan þessari vanlíðan og mögulega horft til framtíðar. Ég er í háskólanum að klára BSc gráður í tölvunarfræði og það er fyrst og fremst að sanna fyrir sjálfum mér að ég geti þetta. Ég á 2–3 annir eftir frá því að ég skrifa þetta. Að klára er ekki eitthvað sem ég í raun þarf heldur er þetta princip hjá mér að klára þetta. Ég er kominn með nýja vinnu, búinn að stofna nýtt fyrirtæki og búinn að kynnast nýju fólki. Það sem ég er þarf kannski að gera er að reyna að fá fólk nær mér, ég er mjög duglegur að ýta fólki frá mér, enn það er yfirleitt út af því að mér líður illa í kring um mikið af fólki enn það er kannski ekkert skrítið. Nú er komið að enduruppbyggingu hjá mér og reyna að finna leiðir til að forðast einelti.

--

--

IT tech geek, developer etc.

Love podcasts or audiobooks? Learn on the go with our new app.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store