Mun sjálfvirkni fækka störfum

Gisli Gudmundsson
3 min readMay 26, 2021

Það er pínulítið í umræðunni að sjálfvirkni sé að fækka störfum og það er svoldið rétt þar sem við erum að sjá verslunarstörf fækka. Enn í staðinn koma önnur sérfræðistörf eins og tölvunarfræðingar sem eru að þróa hugbúnað eða breyta umhverfinu þannig að sjálfvirkni muni taka við störfum. Þarna er verið að færa verslunarstarfi yfir í tölvustarf, enn þó að þetta sé að gerast þá er samt sem áður meiri fjöldi starfa sem mun fækka enn fjölga, þ.e. að kannski fyrir eitt sérfræðistarf þá fækkar það kannski um hundrað verslunarstörfum.

Minni tekjur

Eins og gefur að kynna að þegar störfum fækkar þá minnkar kostnaður fyrirtækisins til muna ásamt því að tekjur ríkisins verður fyrir skerðingu. Enn hvernig er hægt að koma í veg fyrir að ríkið muni verða af þessum tekjum? Eina leiðin sem ég sé er að skattleggja sjálfvirkni og ég veit að það er líklega ekki sú vinnsælasta leið sem er farinn því að það er sú leið mun draga úr tekjum fyrirtækja.

Nýjasta útspilið sem ég hef séð varðandi sjálfvirkni er þegar ég fór í bíó með bróðir mínum, þar var alveg frá því að ég keypti miðann og að því að kaupa popp og kók þá gat ég afgreitt mig sjálfur, að vísu voru starfsmenn að aðstoða enn í sjálfum sér hefði ekki þurft þessa starfsmenn þar sem ég hefði getað gert allt sjálfur.

Ég er hluti af þessari þróun

Ég er að þróa hugbúnað og aðstoða ýmis fyrirtæki að einfalda rekstur í tölvukerfum og hefur því starfs kerfisstjórans minnkað þar sem hann var að gera áður er ekki lengur þörf á því að hugbúnaður sem ég geri mun sjá alfarið um þetta fyrir kerfisstjórann. Þetta eru litir bútar hér og þar enn eins og er sagt er, margt smátt gerir eitt stórt. Að sjálfsögðu mun þetta auka tíma kerfisstjórans til að hann hafi meiri tíma til að gera eitthvað annað, enn að endanum mun þetta hafa meiri áhrif. Enn þetta er eitthvað sem kannski ekki sést þar sem sjálfvirknin er mjög mikið undir húddinu eins og má segja og er ekki mikið áþreyfanlegt.

Hvernig fáum við þessar tekjur til baka?

Ég er ekki með eitt svar við þessu, því að sjálfvirknin er mismunandi og þjónar mismunandi störfum, eins og að kerfisstjórnunarstéttinn fer minnkandi þar sem sjálfvirkni í tölvuiðnaðinum er að aukast verulega og mun það hafa á fjölda starfa þar, enn þetta er bara eitt af mörgum dæmum sem ég hef séð. Enn til að svara þessari spurningu held ég að við þurfum að setjast niður með ríkisstjórn/flokkum á þingi og ASI og mynda nefnd sem tæki að sér að finna út bestu leiðina ásamt því að fylgjast með því hvað er að gerast erlendis því að þar er verið að skoða þetta þar.

Enn það sem ég kannski held að það þurfi, eru sérfæðingar sem eru hluti af þessari sjálfvirkni þróun sem gætu hjálpað til inn í þessa nefnd.

Við þurfum helst núna að búa til langtímaplan hvað við ætlum að gera bæði með þau störf sem munu hverfa og hvernig er hægt að fá tekjur í ríkissjóð, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt, því að þetta mun koma og hafa gríðaleg áhrif á okkur, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.

Ef við gerum ekki neitt núna, þá mun þetta koma í bakið á okkur seinna.

--

--